Leikskólastarf

Leikskólastarf

Á deildum leikskólans er val og hópastarf. Valið er tvisvar á dag og hópastarf þrjá daga í viku á eldri deildum. Á yngri deildum er hópastarf einu sinni á dag fjóra daga vikunar. Deildirnar skipta með sér sal og kubbasvæði. Tvær listasmiðjur eru og skiptast deildirnar á að nota þær. Börnin fara út einu sinni á dag. Börnin á Merkisteini og Lækjarhvammi fara út fyrir hádegi og Seljaland og Hlíðarhvammur eftir hádegi.


Hópastarf

Börnum er skipt í hópa eftir aldri. A.m.k. þrisvar til fjórum sinnum í viku fer hver hópur í hópastarf. Þar eru lögð fyrir hópinn fyrir fram ákveðin verkefni sem hæfa aldri og þroska barnanna.   Hér fer fram mikil vinna við hina ýmsu námsþætti sem allir tvinnast saman.  Vinnan í hópastarfinu tekur líka markvisst á félagsþroska barna og örvar félagsvitund þeirra. Að vinna í jafningjahópi  við margvísleg verkefni tekur á  öllum þroskaþáttum.


Lífsleikni og könnunarleikurinn

Í hópastarfinu er lögð er áhersla á lífsleiknikennslu gegnum dygðir þar sem unnið er með grunnþætti Aðalnámsskrá leikskóla. Yngri deildirnar fara í könnunarleikinn, leik þar sem börnin leika sér með verðlausan efnivið m.a. dósir, lok, plastílát, keðjur lykla o.fl. Tilgangurinn er að þau uppgötvi eiginleika hlutana með könnun ásamt því að þau fá m.a. útrás fyrir forvitni sína og sköpunargleði auk þess sem leikurinn eflir einbeitingu.


Bókasafnsferðir og íþróttir

Það er löng hefð fyrir því í Álftaborg að fara í bókasafnið. Börnunum á hverri deild er skipt í hópa og er farið í hverri viku með einn hóp í Kringlubókasafnið. Þar tekur á móti þeim bókasafnsfræðingur og fá börnin að njóta frásagna hans. Börnin semja sögur sem eru skráðar og oft myndskreyttar.
Börnin fara einnig einu sinni í viku í leikfimi í íþróttahúsi Fram.


 

Prenta | Netfang