Hagnýtar upplýsingar

____________________________________________________________________________________________________
Leikskólinn er fyrir öll börn
óháð andlegu og líkamlegu atgervi, menningu og trú. Í leikskólastarfi fléttast saman menntun, uppeldi og umönnun í eina heild þar sem hverju barni er sýnd virðing og umhyggja. Áhersla er lögð á að börnin séu fullgildir þátttakendur í samfélagi leikskólans.

Í Álftaborg dvelja 88 börn sem skiptast á fjórar deildir. Deildirnar heita: Lækjarhvammur, Merkisteinn, Hlíðarhvammur og Seljaland. Það eru nöfn á gömlum bæjum sem stóðu í grennd við leikskólann.

Leikskólinn er opinn á daginn frá kl. 7.30 – 17.00.

____________________________________________________________________________________________________
Fyrsta viðtal og aðlögun


Áður en aðlögun
barns hefst eru foreldrar boðaðir í viðtal án barnsins. Í þessu viðtali er farið yfir ýmis gögn er snúa að væntanlegri skólagöngu. Foreldrum gefst einnig tækifæri til að hitta kennarana og skoða leikskólann.

Aðlögun barnsins tekur að jafnaði fimm virka daga, en er jafnframt í samræmi við þarfir hvers einstaklings (getur tekið lengri tíma). Góð aðlögun er undirstaða ánægjulegrar skólagöngu fyrir barn, jafnt og foreldra.

____________________________________________________________________________________________________
Fatnaður og fatahólfið


Í hólfi barnsins er kassi ætlaður undir aukaföt. Á honum kemur fram hvaða fatnaður skal fylgja hverju barni. Leikskólatöskur eru því óþarfar. Mikilvægt er að fatnaður barnsins sé merktur, það eykur líkur á að allt komist til skila. Reglulega þarf að fara yfir þann fatnað sem er í kassanum til að kanna hvort eitthvað vanti og hvort fötin séu enn nógu stór. Á föstudögum á að tæma hólf barnanna.

____________________________________________________________________________________________________
Leikföng


Börnin koma ekki með leikföng að heiman, nema í tengslum við sérstök verkefni.

____________________________________________________________________________________________________
Að koma og fara


Þegar mætt er
með barn í leikskólann ber að fylgja því til kennara.

Ekki er æskilegt að koma með barnið í leikskólann á milli kl.11:30 - 13:00, þar sem þá er matar- og hvíldartími, nema um annað sé samið.

Ávallt skal láta kennara leikskólans vita þegar barnið er sótt, hvort sem það er úti eða inni.

Mjög mikilvægt er að láta vita ef einhver annar en foreldri sækir barnið.

____________________________________________________________________________________________________
Útivist

Útivist er mikilvægur þáttur í leikskólastarfinu. Barnið fer að jafnaði út á hverjum degi. Innivera eftir veikindi eru 1 – 2 dagar eða höfð í samráði við deildarstjóra. Ef eitthvað hamlar að barn geti notið útivistar þá vinsamlegast skilið inn læknisvottorði.

Á hverjum degi er fylgst með svifryksmengun í borginni og miðast útivera barnanna eftir mælingu þess. Hægt er að fylgjast með svifryksmengun á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is

Ef frostmarkið fer niður fyrir -5°C þá er ekki farið út.

____________________________________________________________________________________________________
Veikindi og lyf

Tilkynna ber fjarveru barns í leikskólanum hvort sem það er vegna veikinda eða frídaga.

Ef barn þarf að taka lyf er æskilegt að haga lyfjagjöf þannig að þau séu gefin heima en ekki í leikskólanum.

Ef barn er með
fæðuóþol eða ofnæmi þarf í öllum tilfellum að koma með staðfestingu frá lækni.

____________________________________________________________________________________________________
Afmæli

Haldið er upp á afmæli barnsins í leikskólanum. Dagurinn er gerður eftirminnilegur með því að fáni er dreginn að húni, barnið fær kórónu, sunginn er afmælissöngurinn og barnið velur sér afmælisglas og –disk.

Síðasta virka dag hvers mánaðar er síðan sameiginleg afmælisveisla fyrir afmælisbörn mánaðarins. Þá er pítsa í matinn fyrir öll börn skólans.

Vinsamleg tilmæli eru um það að boðskort séu ekki sett í hólf barnanna.

____________________________________________________________________________________________________
Slys og óhöpp

Slasist barn í leikskólanum eru foreldrar látnir vita og meta þeir hvort þeir vilji leita læknis.

Þurfi barn að komast tafarlaust undir læknishendur er hringt í neyðarlínuna 112 og foreldra. Með tilliti til þess er mjög áríðandi að leikskólinn hafi ávallt símanúmer þar sem hægt er að ná í foreldra.

____________________________________________________________________________________________________
Foreldraviðtöl

Foreldraviðtöl eru að jafnaði einu sinni á ári á tímabilinu janúar til febrúar. Í viðtölunum er farið yfir alhliða þroska og líðan barnsins. Boðið er upp á fleiri viðtöl ef foreldrar óska þess.

____________________________________________________________________________________________________
Foreldrafundir


Á hverju hausti eru foreldrafundir þar sem vetrarstarfið er kynnt, áherslur skólans og umræður eru um leikskólastarfið.

____________________________________________________________________________________________________
Foreldrafélag og foreldraráð

Við leikskólann er starfandi foreldrafélag og foreldraráð. Foreldrafélag sér um ýmsar uppákomur fyrir börnin, þar má nefna sumarhátíð, sveitaferð, jólaball, jólagjafir og fleira. Foreldraráðið snýr meira að fagstarfi leikskólans.

____________________________________________________________________________________________________
Skipulagsdagar

Sex skipulagsdagar eru á hverju skólaári. Þrír af þeim eru í samráði við Háaleitisskóla. Þessir dagar eru nýttir til símenntunar, skipulagningar, undirbúnings og endurmats. Þessa daga er leikskólinn lokaður.

Prenta | Netfang