Umhverfismennt

Í byrjun skólaárs 2018-2019 var ákveðið að gefa umhverfismennt meira vægi í starfinu. Markmiðið var að efla umhverfisvitund hjá börnum og fullorðnum og auka trú barnanna á að þau geti haft áhrif á umhverfið sitt. Kynning á verkefninu fór fram á foreldrafundi í október. Lagt var upp með að allt sorp væri flokkað og sem minnst færi í almennt sorp.

Annan hvern mánuð sendum við út fréttabréf til foreldra, þar sem markmið mánaðarins eru kynnt t.d minnka einnota plast, auka fjölbreytni í endurnýtanlegum efniviði og minnka matarsóun. Í fréttablöðunum hefur m.a. verið fjallað um ýmsa umhverfisþætti og hvaða áhrif þeir hafa á líf okkar og vellíðan. Tæpt var á hugtökum eins og vistspor, kolefnisspor, matarsóun, kolefnisjöfnun og plastmengun o.fl, ásamt leiðum til að minnka sporin sín.
Einnig er fjallað um hvað deildirnar eru að gera hverju sinni, í máli og myndum.

Í þessari vinnu styðjumst við við bókina „Verum græn - ferðalag til sjálfbærni.“

Prenta |