Fréttir frá Lækjarhvammi

 

Haustfréttir
Við bjóðum alla velkomna á Lækjarhvamm eftir sumarfrí .
Nú er deildin okkar fullsetin, 20 börn.   Við fengum 11 ný börn á deildina og gekk aðlögunin mjög vel. 11 strákar verða hjá okkur og 9 stelpur. Nú erum við mikið úti í góða veðrinu og um miðjan september ætlum við að hefja hópastarfið.   Við höldum áfram að vinna með dygðirnar sem voru síðasta vetur, hjálpsemi og vinsemd og nýja dygðin okkar er virðing.
Við förum svo í Framheimilið með eldri hópa á miðvikudögum og svo er könnunarleikurinn alltaf skemmtilegur. Í vetur ætlum við að kynnast menningu frá öðrum löndum þar sem börn frá 4 löndum eru á deildinni okkar.
Kveðja, starfsfólk á Lækjarhvammi.  

Prenta |