Foreldrasamstarf

Með foreldrasamvinnu er lögð áhersla á góð og uppbyggjandi samskipti og samvinnu. Foreldrar eru hvattir til að tala við okkur en ekki um okkur. 
Foreldrar fá reglulega tölvupóst um starf deildarinnar og upplýsingar um leikskólann. Eins eru upplýsingatöflur fyrir framan hverja deild. 

Á hverju ári er eitt foreldrasamtal á tímabilinu febrúar/mars þar sem farið er yfir alhliða þroska og líðan barnsins. Foreldrar nýrra barna eru boðaðir í samtal áður en vistun hefst, án barns. Boðið er upp á fleiri samtöl ef foreldrar óska þess.

Einn foreldrafundur er fyrir skólaárið og er hann haldinn að kvöldi til í oktober. Þar er farið yfir vetrarstarfið og menntastefnu Reykjavíkurborgar. Foreldrum er gefinn kostur á að ræða um leikskólastarfið eða annað sem liggur þeim á hjarta. Deildarstjórar fara svo með sínum foreldrum inn á deild og kynna enn frekar deildarstarfið.

Við höldum þrettándakaffi í kringum þrettándann í janúar og bjóðum þá foreldrum að koma í heimsókn. Eins er ömmu og afa kaffi einu sinni á ári. 

Prenta |